HÖNNUN

HÖNNUNARSTJÓRNUN

Rýni

 Hönnunarstjóri: Hönnuður aðaluppdrátta eða sá sem eigandi mannvirkis ræður til að bera ábyrgð á samræmingu hönnunargagna, sbr. 4. mgr. 23. gr. sbr. Lög um mannvirki 2010/160

HÖNNUN

Byggingarfræðileg hönnun

Vanir hönnuðir, bjóða þjónustu sína í hönnun mannvirkja, aðal- og séruppdrættir. Byggingarfræðileg hönnun gengur út frá vistfræðilegri, kostnaðarrýndri- og notagildishönnun.

INNANHÚSSHÖNNUN

Innra skipulag

Vanir innanhússarkitektar, hanna innra skipulag húsnæðis og sérfræðingar þarfagreina skipulag húsnæðisins eftir þörfum þeirra. Opin teymisrými og algild hönnun atvinnuhúsnæða.

UPPTEIKNUN

Cad / Revit

Vanir sérfræðingar, bjóða upp á uppteiknun húsnæðis, reyndarteikningar og/eða færslu hönnunargagna í rafrænt form.

 

FRAMSELJANLEG VERKEFNI

Vanir hönnuðir, bjóða hér tilbúna hönnun, aðal- og séruppdrætti til afhendingar.
Í tilfellum er samið við verkkaupa um eign hans á frumleika hönnunar sem leiðir til lægri hönnunarkostnað, sem gæti leitt til þess að teikningar/hönnun yrði seld að nýju óbreytt.

Smoothing Concrete

ÍBÚÐARHÚSNÆÐI

Í þessum flokki komi til með að finna teikningar af íbúðarhúsnæði. Einbýlishús, parhús, raðhús, klasahús, fjölbýlishús og fjöleignahús.

  Construction Site

  ATVINNUHÚSNÆÐI

  Í þessum flokki komi til með að finna teikningar af atvinnuhúsnæði. verslunarhúsnæði, lagerhúsnæði, iðnaðarhúsnæði, geymsluhúsnæði og skrifstofuhúsnæði.

  Reinforcing Steel

  ANNAÐ

  Í þessum flokki komi til með að finna teikningar af sumarhúsum, hesthúsum og öðrum sértækum mannvirkjum.

  Í framseljanlegum verkefnum er átt við þegar unna hönnun, án breytinga.
  Tekið er mið að því að um endurseljanlega hönnun er að ræða og er verðlagt eftir því.

   

  PUNKTAR

  Hverjar eru heimildir byggingareiganda til breytinga á höfundarréttarvernduðu verki?

  13. gr. höfundalaga

    Nú nýtur mannvirki verndar eftir reglum um byggingarlist, og er eiganda þó allt að einu heimilt að breyta því án samþykkis höfundar, að því leyti sem það verður talið nauðsynlegt vegna afnota þess eða af tæknilegum ástæðum.


  Höfundaréttindi skiptast í tvennt;


  n1. Fjárhagslegur réttur höfundar skv. 3. gr.

     3. gr. Höfundur hefur einkarétt til að gera eintök af verki sínu og til að birta það í upphaflegri mynd eða breyttri, í þýðingu og öðrum aðlögunum.


  n2. Sæmdarréttur höfundar skv. 4. gr.

     4. gr. Skylt er, eftir því sem við getur átt, að geta nafns höfundar bæði á eintökum verks og þegar það er birt.

  Felur viðbygging í sér breytingu á aðalbyggingu ?


  Ef breytingin er á engan hátt frábrugðin aðalbyggingunni eða felur í sér lítinn sem engan frumleika eða sjálfstæði, getur viðbyggingin talist brot á höfundarétti hinnar vernduðu byggingar. Þá hefur höfundur í raun rétt á hönnun viðbyggingarinnar enda er í raun verið að nota hans teikningar af byggingunni.


  Ef viðbyggingin er hins vegar mjög ólík hinni vernduðu byggingu og í henni felst frumleiki og sjálfstæði hinnar vernduðu byggingar, má líta á hana sem sjálfstæða byggingu.


  nÍ slíkum tilvikum þarf jafnvel ekki að leita samþykkis höfundar aðalbyggingarinnar svo unnt sé að byggja viðbygginguna.


  Hér geta að sjálfsögðu komið upp markatilvik en nauðsynlegt er að uppfylla skilyrði 13. gr. höfundalaga, áður en viðbygging er byggð.

  Réttur húsbyggjanda á frumleika, er tryggt að hönnun húsnæðis verði ekki seld þriðja aðila?

  Hægt er að kanna þann möguleika á að eigandi húsnæðis afsali sér frumleika þeirrar hönnunar sem unnið er að. Í slíkum tilvikum kæmi til lægri hönnunarkostnaðar en á móti situr réttur hjá hönnuði að endurselja hönnun/teikningar án breytinga til annarra verkkaupa.

   

  (354) 820 5883

  22 Glaðheimar
  RVK, 104
  Iceland

  ©2017 by Vanir ehf.

  This site was designed with the
  .com
  website builder. Create your website today.
  Start Now