ÞETTA SNÝST UM NÁKVÆMNI

LUK/GIS

Landupplýsingakerfi eða GIS eru rafræn hjálpartæki sem snúa að upplýsingum og gagnagreiningum í landfræðilegum skilningi. Því ekki að nýta sér getu þess og skrá öll þau gögn sem nota á í einum grunni.

Hvort sem það er við gatna-, lagna-, lóðarhönnun eða skipulagsmálum, þá eru mikið af upplýsingum sem þarf að koma á framfæri í hönnun og slíkar upplýsingar liggja víða innan um allar verklýsingar eða verkteikninga.

Slík eiginda innfærsla/teiknun veitir starfsmönnum og eftirlitsaðilium mun meiri upplýsingar en það sem hægt er að nálgast í staðbundinni Autocad(.dwg) eða Microstation skrá (.dgn) og uppfærsla þess / breytingar á slíkum gögnum einfaldast.

Mörg hver aðalskipulagsgögn sveitarfélaga eru í dag skráð og unnin í LUK búnaði. Reynsla okkar nýtist því gríðarlega vel í þeim efnum sem sérfræðingar á sviði skipulagsmála og landupplýsinga. Slík kunnátta leiðir til lægri kostnaðar verkkaupa og betri vinnu.

 

ÞJÓNUSTA

GAGNASÖFNUN

Í gagnasöfnun er unnið að því að safna saman öllum þeim gögnum sem notast þarf við. Mannvirki, götur, eigindum, upplýsingum frá þjóðskrá og öðrum stofnunum eða opnum aðgengilegum gögnum.
Það er ekki gefið að öll gögn liggi á rafrænu formi, .dwg .shp .sdf eða öðru sambærilegu. Gögn eru í þeim tilvikum skönnuð inn til skráningar. Að skanna teikningar opnar einnig á þann möguleika að auðvelda og auka aðgengi að gögnum og hægt er að birta slík gögn. Vanir ehf. veitir slíka þjónustu og notar til þess gæða tæki. Hafið samband til að athuga með verðtilboð.

GAGNAVINNSLA

Í gagnavinnslu er unnið að innsetningu allra gagna ásamt gagnatengingum við viðeigandi skrár til undirbúnings á greiningarferlinu.
Ákjósanlegast væri ef teikningar væru til á rafrænu formi sem nýtist til skráningar inn í LUK kerfi. En það hentir oft að við rýni á gögnum koma fram atriði sem eru ekki eða geta ekki verið réttar og því er það mikilvægt að nýta sérfræðing við innskráningu á gögnum. Sérfræðinga á borð við bygginga-, tækni- eða verkfræðinga. Rétt skráning gagna skila réttum gagnagreiningum.

GAGNAGREINING

Að lokum er komið að gagnagreiningu þar sem teknar eru allar þær viðeigandi upplýsingar sem verkkaupi hefur óskað eftir og meira.
Vanir ehf. býður upp skráningu gagna og uppsetningu gagnaskráa/gagnaglugga. Verkkaupar geta valið á milli uppsetningu gagnaskráa í opnum [gjaldfrjálsum] hugbúnaði eða í autodesk hugbúnaði. Starfsmenn hafa þá aðgang að öllum þeim skráðum upplýsingum sem í kerfinu liggja. Einnig er hægt að óska eftir tímabils bundnum greiningum.

 

(354) 820 5883

22 Glaðheimar
RVK, 104
Iceland

©2017 by Vanir ehf.

This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now