top of page
9999.png

janúar 2018

VANIR

LÓGÓ
Við unnum að okkar eigin lógói. Skemmtilega við þetta var sagan á bak við nafnið, en nafnið Vanir, var valið út frá tveimur megin atriðum.

Hugmyndin að nafngiftinni var að tengja þá tækni- og verkkunnáttu okkar við nafnið:

 - Vanir hönnuðir

 - Vanir byggingarstjórar

 - Vanir skipulagsráðgjafar

 - Vanir verkefnastjórar

Og svo framvegis.

En nafnið Vanir má einnig tengja við aðra af tveimur fylkingum í norrænni goðafræði, hin fylkingin væri Æsir. Fylkingin Vanir tengist visku, frjósemi og umhyggju, en skv. sögum Sturlu þá börðust þessar tvær fylkingar og var Æsir sigursælli. Sem færir okkur hugmyndina að lógóinu.

Upphaflega hugmyndin var að teikna snákinn sem bítur í halann á sér með tilvísunina í hönnun og tíma. 

Fljótlega fóru skissurnar að falla að grafískum lausnum á hvernig snákurinn kæmi með að líta út, sem endaði með að sýna einungis höfuð hans og hala.

Með hverri nýrri útgáfu þróaðist snákurinn, og teljum við í dag að þeir sem vilja sjá snákinn, sjá hann, á meðan aðrir sjá tvo parta af súlum, eða jafnvel turn með innfellingu.

Við vorum sátt með hönnunina að lokum, hún skilaði því sem við vildum fá í upphafi, myndin skilar því til áhorfandans sem hann eða hún vill sjá, og jafnvel meira því lengur sem er horft.

Vífill Björnsson.

SAGAN Í MYNDUM

bottom of page