top of page

HÚSASMÍÐAMEISTARAR

Brainstorming

HÚSASMÍÐAMEISTARAR

Vanir sérfræðingar, taka að sér ábyrgðir og eftirlit húsasmiðameistara við verklegar framkvæmdir.

Ábyrgðarsvið húsasmíðameistara.

Húsasmíðameistari, sem staðfest hefur ábyrgð sína á verki, ber m.a. ábyrgð á að öll trésmíða‐ vinna sé framkvæmd í samræmi við hönnunargögn og góða starfshætti, þar með talið: a. Steypumót og allir stokkar og göt sem í þau koma, m.a. vegna lagna, b. uppsetning og frágangur eininga úr timbri, uppsetning, afrétting og uppsláttur vegna eininga úr steinsteypu svo og samsvarandi frágangur eininga úr öðrum efnum sem geta talist sam‐ bærilegar, c. veggklæðningar með raka‐, hljóð‐ og eldvörn ásamt einangrun og loftun eftir því sem við á ásamt tilheyrandi hurðum og dyrabúnaði, d. frágangur og ísetning glugga, sem og gerð glugga þegar hann annast hana, e. þak‐, loft‐ og gólfklæðningar með raka‐, hljóð‐ og eldvörn ásamt einangrun og loftun eftir því sem við á, f. að lóð sé jöfnuð í rétta hæð og g. frágangur einangrunar hvort sem hún er lögð laus á plötu, í grind eða sett í steypumót. h. frágangur annarra eldvarna er varða þætti sem hann ber ábyrgð á. Húsasmíðameistara er heimilt að annast og bera ábyrgð á grunngreftri, sprengingum og fyllingu í og við grunn og þjöppun.

Rýni á framkvæmdakostnaði

ÚRTAK

Lög um mannvirki 2010/160

32. gr. Ábyrgð og verksvið iðnmeistara. 
 Byggingarstjóri skal tilkynna útgefanda byggingarleyfis skriflega um þá húsasmíðameistara, múrarameistara, pípulagningameistara, rafvirkjameistara, blikksmíðameistara, stálvirkjameistara, málarameistara og veggfóðrarameistara sem tekið hafa að sér að bera ábyrgð á einstökum verkþáttum framkvæmdar og nauðsynlegt er að komi að viðkomandi verki, og leggja fram undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra, sbr. 4. tölul. 1. mgr. 13. gr. Skal slík staðfesting liggja fyrir áður en byggingarleyfi er gefið út. Ekki þarf þó að tilkynna um málarameistara eða veggfóðrarameistara vegna byggingar íbúðarhúss, frístundahúss, bílskúrs, eða viðhalds og viðbyggingar slíkra mannvirkja, til eigin nota eiganda. 
 Iðnmeistari ber ábyrgð á því gagnvart eiganda mannvirkis að þeir verkþættir sem hann tekur að sér séu í samræmi við viðurkennda verkhætti, samþykkta uppdrætti, verklýsingar og ákvæði laga þessara, [laga um byggingarvörur] 1) og reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim. Skaðabótaábyrgð iðnmeistara fyrnist samkvæmt ákvæðum laga um fyrningu kröfuréttinda. 
 Þeir iðnmeistarar einir geta borið ábyrgð á einstökum verkþáttum við mannvirkjagerð sem hlotið hafa til þess löggildingu Mannvirkjastofnunar. Þeir iðnmeistarar geta hlotið slíka löggildingu sem hafa meistarabréf og hafa lokið prófi frá meistaraskóla eða hafa a.m.k. sambærilega menntun á hlutaðeigandi sviði. 
 Löggilding til handa rafvirkjameisturum sem gefin er út á grundvelli laga nr. 146/1996, um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga, jafngildir löggildingu skv. 3. mgr. 
 Mannvirkjastofnun heldur skrá yfir löggilta iðnmeistara og skal hún varðveitt í gagnasafni stofnunarinnar. 
 Iðnmeistarar skulu hafa gæðastjórnunarkerfi sem feli a.m.k. í sér staðfestingu á hæfni iðnmeistara, skrá yfir úttektir og niðurstöður þeirra og skrá yfir athugasemdir byggingarstjóra, auk skrár um innra eftirlit iðnmeistarans og lýsingu á því í samræmi við nánari ákvæði í reglugerð. 
 Iðnmeistari skal tilkynna Mannvirkjastofnun um gæðastjórnunarkerfi sitt til skráningar í gagnasafn stofnunarinnar. 
    1)L. 114/2014, 25. gr. 
 33. gr. Iðnmeistaraskipti. 
 Hætti iðnmeistari umsjón með verkþætti áður en verki er lokið skal byggingarstjóri sjá um að nýr iðnmeistari taki við störfum án tafar og tilkynna það útgefanda byggingarleyfis. 
 Byggingarstjóri skal sjá til þess að framkvæmdir við þá verkþætti sem fráfarandi iðnmeistari bar ábyrgð á og hafði umsjón með séu stöðvaðar þar til nýr iðnmeistari hefur undirritað ábyrgðaryfirlýsingu. Skal byggingarstjóri gera úttekt á þeim verkþáttum sem fráfarandi iðnmeistari hafði umsjón með og skulu bæði fráfarandi iðnmeistari, ef þess er kostur, og hinn nýi undirrita úttektina. Nýr iðnmeistari ber ábyrgð á þeim verkþáttum sem unnir eru eftir að hann tók við starfi. 

bottom of page