top of page

SKIPULAGSRÁÐGJÖF

Vanir skipulagsráðgjafar

Hvað skipulagsráðgjöf varðar, þá getur það skipt verulega sköpun að hafa ráðgjafa með víðtaka reynslu, hvort sem um er að ræða í tæknimálum mannvirkja eða í skipulagsmálum, sem Vanir ehf. svo sannarlega hafa.

Af heimasíðu Skipulagsstofnunar:

,,Þeir sem uppfylla skilyrði um menntun og/eða starfsreynslu sem tilgreind eru í 7. grein skipulagslaga geta óskað eftir skráningu á lista yfir þá sem heimilt er að sinna gerð skipulagsáætlana."

http://www.skipulag.is/skipulagsmal/skipulagsradgjafar/

ask_edited.jpg

AÐALSKIPULAG

Skipulagsáætlun fyrir tiltekið sveitarfélag þar sem fram kemur stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu.

deili_edited.jpg

DEILISKIPULAG

Skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði eða reiti innan sveitarfélags sem byggð er á aðalskipulagi og kveður nánar á um útfærslu þess. Ákvæði um deiliskipulag eiga jafnt við um þéttbýli og dreifbýli.

Processing Icon

FRAMKVÆMDALEYFI

Þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar og deiliskipulag liggur ekki fyrir getur sveitarstjórn veitt framkvæmdaleyfi að undangenginni grenndarkynningu sé um að ræða framkvæmd sem er í samræmi við aðalskipulag [og í samræmi við] 3) landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar.

Incorrect Icon

SKIPULAGSRÝNI

Við breytingar á mannvirki eða skráningu þess fer í flestum tilfellum fram grenndarkynning, hvort sem um að ræða breytingu á samþykktu deiliskipulagi, kynningu á framkvæmdaleyfi eða aðrar skyldar breytingar. Þá er ennfremur mikilvægt að leita til ráðgjafa sem getur kannað hvort halli á hag þinn með breytingunni, þekki til stjórnsýslu sveitastjórnar og hafi víðtekna reynslu í skipulagsmálum sem lögfræðingar iðulega hafa ekki.

bottom of page